Hvaðan koma stein- og snefilefnin?

Steinefni, virkni þeirra og uppruni
Steinefni
Virkni
Uppruni
Fosfór
Er í beinum, tönnum og erfðaefni; og tekur þátt í orkuflutningi
Mjólkurvörur, kjöt og egg
Járn
Nauðsynlegt fyrir súrefnisflutning, heilastarfsemi og ónæmiskerfið
Kjöt, fiskur, egg, baunir og grænt grænmeti
Joð
Stjórnar líkamshita og efnaskiptahraða
Fiskur, mjólk, grænmeti og kornvörur
Kalíum
Hefur áhrif á vöðvasamdrætti, taugavirkni og stjórnun blóðþrýstings
Kartöflur, spínat, melónur, bananar, kjöt, mjólkurvörur, kaffi og te
Kalk
Sér um þéttni og styrk beina og tanna, getur minnkað líkur á nýrnasteinum, háþrýstingi, og ristil- og brjóstakrabbameini; stuðlar að þyngdarstjórnun og eðlilegri taugavirkni; og hefur áhrif á vöðvasamdrætti
Mjólkurvörur og grænt grænmeti
Magnesíum
Tekur þátt í bein- og orkumyndun, og uppbyggingu próteina og erfðaefna
Sesamfræ, hnetur, heilkorn, grænmeti, baunir, tófú
Sínk
Tekur þátt í ensímvirkni og nýmyndun erfðaefnis; virkjar A-vítamín, hjálpar til með sæðis- og insúlínframleiðslu; og hefur áhrif á fósturþroska og vöxt barna
Skelfiskur, rautt kjöt, lifur, egg og heilkorn
Meira um næringarefni
Meira um næringarefni
Orkuefni
Orkuefni
Matvæli
Matvæli