Reiknivélar Líkamsþyngdarstuðull (BMI)

BMI:   kg/m2
Kjörþyngd þín:   kg
Líkamsþyngdarstuðull er sá stuðull sem er mest notaður í dag til að meta hvort fólk sé í heilbrigðri þyngd eða ekki, á ensku kallaður Body Mass Index (BMI). Hann flokkar fólk í undirþyngd, kjörþyngd, ofþyngd og offitu. Stuðullinn er reiknaður þannig að hæð einstaklings í öðru veldi deilist upp í þyngdina eða kg/m2. Eins og nafnið gefur til kynna þá er talið best að þyngd okkar falli undir kjörþyngd. Í töflunni hér fyrir neðan má sjá hvernig skiptingin á þessum flokkum er eftir líkamsþyngdarstuðlinum.

Undirþyngd < 18,5
Kjörþyngd 18,5-24,9
Ofþyngd 25-29,9
Offita > 30