Frjáls frá sykurlöngun - meira en námskeið

Það er fátt sem tengir okkur jafn djúpt og sambandið við mat. Fyrir marga er það meira en næring, það er tilfinning, umbun, vani, leið til að fá huggun eða takast á við streitu. En hvað ef þetta samband gæti breyst? Hvað ef þú gætir fundið frið í kringum mat, án þess að fórna vellíðan eða stjórn?
Þetta var kveikjan að Frjáls frá sykurlöngun, fjögurra vikna námskeiði sem ég hannaði með það að leiðarljósi að hjálpa konum að öðlast betri tengingu við mat, losna úr vítahring sykurlöngunar og byrja að treysta eigin líkama.
Þetta hefur verið algjörlega mögnuð ferð.
Þátttakendurnir hafa sýnt ótrúlegan styrk, forvitni og einlægni í ferlinu. Margar hafa deilt því að þær finni loksins að þetta er eitthvað sem þær geta haldið út, án öfga, án sektarkenndar. Ein sagði:
„Þetta er námskeið sem fær mig til að horfa inn á við. Þú færð stuðning við það hvernig þú getur byrjað að breyta tengslum þinum við sykur.“
Morgunmaturinn hefur orðið lykill fyrir margar – þær hafa uppgötvað hvernig hann getur stöðvað sykurlöngun seinna um daginn. Aðrar hafa sagt að þær hafi loksins fengið rými til að hugsa: „Hvað vil ég sjálf?“, ekki bara „hvað á ég að borða samkvæmt einhverju plani?“
Það er líka eitthvað sérstakt við að vera hluti af hópi þar sem allar eru að vinna að svipuðum markmiðum, án þess að vera í keppni. Stuðningurinn, samkenndin og tengingin er ólýsanleg.
Þó námskeiðinu sé að ljúka núna, þá er þetta bara byrjunin. Ferðin heldur áfram, með nýrri sýn, öflugum verkfærum og meira sjálfstrausti.
Ég hlakka til að deila meira með ykkur síðar. Og ef þú ert að hugsa með þér „ég hefði viljað vera með“, ekki hafa áhyggjur, það koma ný tækifæri og þú getur verið fyrst til að heyra af því með því að skrá þig á póstlistann.
Meira blogg
Meira blogg