Niðurstöður Landskönnunar á mataræði 2010/2011
21.04.2012 - Hrund Valgeirsdóttir
Landskönnun var gerð á mataræði Íslendinga haustið 2010 og vorið 2011. Niðurstöður könnunarinnar voru birtar í janúar og er að finna á síðu embætti Landlæknis.
Helstu niðurstöðurnar voru þær að ávaxta- og grænmetisneysla Íslendinga hefur aukist frá því að síðasta könnun var gerð, ásamt neyslu lýsis, grófs brauðs og hafragrauts. Neysla sykraðra gosdrykkja hefur minnkað en á móti hefur neysla sykurlausra gosdrykkja aukist. Transfita og viðbættur sykur hefur einnig minnkað í fæði Íslendinga.
Þrátt fyrir að lýsisneysla Íslendinga hafi aukist, þá er neysla á D-vítamíni enn langt undir ráðleggingum. Einnig neysla ávaxta og grænmetis.
Skýrsluna með niðurstöðunum er að finna í heild hérna.