Ástæður bakvið fæðuval

24.04.2012 - Hrund Valgeirsdóttir

Hefurðu velt fyrir þér af hverju þú velur eina matartegund frekar en aðra og af hverju maki þinn, fjölskyldumeðlimir, vinir eða samstarfsfólk velja að borða öðruvísi mat en þú? Fæðuval byggir á margs konar hlutum og getur verið mjög persónulegt. Það er mjög gott að gera sér grein fyrir þeim ástæðum sem liggja bakvið þitt fæðuval og hvort það stuðli að heilsu þinni.

Eftirfarandi atriði eru helstu ástæður fæðuvals fólks:
1) Persónulegt val - bragð sem fólk kýs.
2) Vani - til dæmis á fólk það til að borða sama morgunmat á hverjum degi.
3) Þjóðararfleið eða hefð - fólki líkar að borða matinn sem það ólst upp við að borða.
4) Félagsleg samskipti - máltíðir eru oft til staðar á félagslegum atburðum og fólki finnst gaman að borða í félagsskap annarra.
5) Framboð, þægindi og fjárráð - fólk velur oft að borða mat sem er aðgengilegur, auðvelt að undirbúa og innan peningalegs fjárráðs.
6) Jákvæðar og neikvæðar tengingar - fólki líkar að borða mat sem það tengir við skemmtileg tilefni og forðast matvæli sem það hefur borðað í veikindum til dæmis.
7) Tilfinningaleg þægindi - sumt fólk á það til að borða vissan mat vegna þeim leiðist eða vegna þunglyndis.
8) Gildi - Matarval á það til að endurspegla trúarskoðanir fólks, stjórnmálaskoðanir eða skoðanir á umhverfismálum.
9) Líkamsþyngd og ímynd - Sumt fólk á það til að velja mat og fæðubótarefni sem það trúir að muni bæta sitt líkamlega útlit.
10) Næringar og heilsuhagur - Margir neytendur velja mat sem mun vera heilsu þeirra í hag.

Atriði númer 10 á listanum ætti helst að vera númer 1 og vonandi verður það þannig í framtíðinni. Verið meðvituð yfir ykkar matarvali og ástæðunum á bakvið það.

Heimildir
Whitney, E.. and Rolfes, R.R.  (2008). Understanding Nutrition (11th edition). Belmont.







Pistlar