Ráðleggingar um mataræði
21.04.2012 - Hrund Valgeirsdóttir
Hér kemur smá samantekt úr ráðleggingum Lýðheilsustöðvar á mataræði sem voru gefnar út árið 2006.
1) Borða fjölbreytt fæði. Til að fá sem flest vítamín og steinefni.
2) Borða minnst 5 skammta af ávöxtum og grænmeti daglega. Þá er miðað við að 1 skammtur sé sirka 100 grömm. Það minnkar líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameini, sykursýki 2 og offitu.
3) Borða fisk minnst tvisvar í viku. Það hjálpar við blóðþrýstingstjórnun, blóðstorknun og bólgu- og ónæmissvörun líkamans. Minnkar líkur á hjartaáfalli.
4) Nota gróft brauð og trefjaríkt kornmeti. Þá ætti brauð að innihalda minnst 6 grömm af trefjum og velja frekar brún hrísgrjón og heilhveitipasta. Það minnkar líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki 2, háþrýstingi og krabbameini.
5) Borða/drekka 2 skammta af fituminni mjólkurvörum á dag. Það dregur úr hættu á beinþynningu, hefur jákvæð áhrif á blóðfitur, blóðþrýsting og þróun sykursýki 2. Best er að fara ekki upp fyrir 5 skammta samt og velja vörur sem eru fitulitlar og sykurskertar.
6) Velja olíu í stað harðrar fitu. Nota olíur í stað smjörs og smjörlíkis. Mikil hörð fita hækkar LDL kólesterólið og eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum.
7) Nota salt í hófi. Of mikið salt á það til að hækka blóðþrýsting og auka líkur á hjarta- og æðasjúkdómum.
8) Taka lýsi einu sinni á dag. Lýsið er besti D-vítamín gjafinn. D-vítamín hjálpar til að halda kalkstyrk eðlilegum sem svo hjálpar til við beinheilsuna.
9) Drekka vatn í stað annarra drykkja. Mikil neysla gos- og svaladrykkja getur stuðlað að offitu. Koffein ríkir drykkir hafa örvandi áhrif á líkamann og mikil neysla getur haft neikvæð áhrif á heilsuna. Óhófleg neysla áfengra drykkja getur hækkað blóðþrýsting og verið fitandi.
10) Halda sér í kjörþyngd. Meiri líkur hjá of þungu fólki að það fái sjúkdóma eins og sykursýki 2, hjarta- og æðasjúkdóma, krabbamein, gallsteinasjúkdóma, krankleika í stoðkerfi, geðræna kvilla og fleira.
11) Borða hæfilega stóra skammta. Til að þyngjast ekki.
12) Hreyfa sig minnst 30 mínútur að meðaltali á dag. Hreyfing kemur í veg fyrir marga sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki 2, offitu, beinþynningu, krabbamein og geðröskun.