Súkkulaðihafrakökur

14.10.2018 - Hrund Valgeirsdóttir

Þessar hafrakökur eru fullkomnar fyrir þá sem langar í eitthvað gott með súkkulaði bragði en vilja alveg sleppa sykri og öðrum sætuefnum. Þær eru mjög bragðgóðar og þrátt fyrir að vera hálfgert sælgæti, þá eru þær trefjaríkar og innihalda talsvert af E-vítamíni, B12-vítamíni, magnesíum og járni.

Magn

Hráefni

100 g Döðlur
60 gKakó
30 gMöndluflögur
2 stkEgg
1 mskKókosolía (í vökvaformi)
40 gHaframjöl
30 gKókosmjöl
-  Mixa döðlurnar í mauk
-  Mixa haframjölið sér
-  Setja í blandara = döðlur, kakó, möndluflögur og egg
-  Setja í skál og hræra kókosolíunni við
-  Blanda saman haframjöli og kókosmjöli sér
-  Hræra öllu saman
-  Hita ofn í 170 gráðum
-  Búa til kúlur og setja ofan á bökunarpappír
-  Fletja í 6cm hringi
-  Elda í 5 mín og snúa og baka í 5 mín í viðbót

Næringarinnihald (í þremur kökum):


næringarefni magn RDS %*
Orka (kkal)195
Prótein (g)6,2
Fita (g)10,9
Kolvetni (g)15,7
Trefjar (g)4,618%
A-vítamín (μg)365%
D-vítamín (μg)0,66%
E-vítamín (mg)2,025%
B1-vítamín (mg)0,16%
B2-vítamín (mg)0,212%
B6-vítamín (mg)0,15%
Fólat (μg)22,36%
B12-vítamín (μg)0,419%
C-vítamín (mg)00%
Kalk (mg)354%
Fosfór (mg)14825%
Magnesíum (mg)7326%
Járn (mg)3,020%
Joð (μg)5,74%
*RDS miðar við íslenskar ráðleggingar á næringarefnum fyrir konur, 18-60 ára







Uppskriftir