Chia hafragrautur
14.04.2013 - Hrund Valgeirsdóttir
Góður og næringarríkur hafragrautur sem er mjög trefjaríkur og inniheldur talsvert af E-vítamíni, magnesíum og járni. Það er reyndar enginn kanill á þessari mynd eins og segir í uppskriftinni en það er best að bæta honum við þegar það er búið að hræra öllu saman. Með því að fá sér svona næringarríkan morgunmat, er um það bil þriðjungur trefjaþarfar dagsins kominn. Hugmynd af uppskrift er komin frá http://betaruns.com með smá breytingum.
Magn |
Hráefni |
1 dl | Haframjöl |
1 tsk | Chia fræ |
3 dl | Vatn |
2 msk (40 g) | Hreint skyr |
½ lítið | Epli |
10 g (sirka 9 stk) | Möndlur |
eftir smekk | Kanill |
- Hita í potti saman haframjöl, chia fræ og vatn á meðal hita | |
- Hræra af og til | |
- Taka pottinn af hellunni þegar byrjað að sjóða og setja í súpudisk | |
- Skera niður epli og möndlur | |
- Setja skyr, epli, möndlur og kanil út á grautinn |
næringarefni | magn | RDS %* |
Orka (kkal) | 264 | |
Prótein (g) | 12,8 | |
Fita (g) | 9,2 | |
Kolvetni (g) | 30,0 | |
Trefjar (g) | 7,4 | 30% |
A-vítamín (μg) | 2,9 | 0% |
D-vítamín (μg) | 0 | 0% |
E-vítamín (mg) | 2,8 | 35% |
B1-vítamín (mg) | 0,2 | 20% |
B2-vítamín (mg) | 0,2 | 19% |
B6-vítamín (mg) | 0,1 | 9% |
Fólat (μg) | 41 | 10% |
B12-vítamín (μg) | 0,2 | 9% |
C-vítamín (mg) | 5,6 | 7% |
Kalk (mg) | 120 | 15% |
Fosfór (mg) | 306 | 51% |
Magnesíum (mg) | 76 | 27% |
Járn (mg) | 1,7 | 16% |
Joð (μg) | 9,2 | 6% |