Jarðaberjaorka
23.12.2013 - Hrund Valgeirsdóttir
Grísk jógúrt er alveg ótrúlega gott með hálfpartinn rjómakeimlíku bragði en er þess vegna frekar feitt. Því er þessi uppskrift mjög orkumikil og má alveg minnka eða hafa fyrir tvo ef þetta er notað sem millimáltíð. Ef þið eruð vön að nota skyr í búst getur verið ágæt tilbreyting að prófa að nota gríska jógúrt í staðinn af og til. Þessi drykkur er mjög næringarríkur, inniheldur talsvert af C- og E-vítamíni, öllum B-vítamínum, kalki, fosfóri og magnesíum.
Magn |
Hráefni |
130 g | Grísk jógúrt |
50 g | Jarðarber (fersk eða frosin) |
1 stk (120 g) | Banani |
1 dl | Léttmjólk (má nota aðra mjólk) |
10 g | Möndlur (gott að nota án hýðis) |
- Setja allt saman í blandara |
næringarefni | magn | RDS %* |
Orka (kkal) | 399 | |
Prótein (g) | 17,3 | |
Fita (g) | 19,5 | |
Kolvetni (g) | 36,8 | |
Trefjar (g) | 3,7 | 15% |
A-vítamín (μg) | 136 | 19% |
D-vítamín (μg) | 0,1 | 1% |
E-vítamín (mg) | 3,2 | 41% |
B1-vítamín (mg) | 0,2 | 17% |
B2-vítamín (mg) | 0,5 | 40% |
B6-vítamín (mg) | 0,5 | 40% |
Fólat (μg) | 134 | 33% |
B12-vítamín (μg) | 0,7 | 35% |
C-vítamín (mg) | 49 | 65% |
Kalk (mg) | 285 | 36% |
Fosfór (mg) | 379 | 63% |
Magnesíum (mg) | 88 | 32% |
Járn (mg) | 1,2 | 8% |
Joð (μg) | 27 | 18% |