Ungar konur sem borða fisk reglulega fá sjaldnar hjartasjúkdóma

21.04.2012 - Hrund Valgeirsdóttir

Fjallað er um rannsókn á vísi sem bendir til að ungar konur sem borða fisk reglulega fái sjaldnar hjartsjúkdóma.

Þannig hljómar fréttin:

Ungar konur sem borða fisk reglulega eru í minni hættu á að þjást af hjartasjúkdómum samkvæmt niðurstöðum danskrar rannsóknar.

Rannsóknin var framkvæmd af vísindamönnum við Statens Serum stofnunina í Kaupmannahöfn. Niðurstöðurnar gefa til kynna að neysla fisks sé heillavænleg fyrir ungar konur á barneignaraldri.


Lengi hefur verið vitað um kosti ómega-3 fitusýrunnar sem er að finna í fiski. Rannsóknin er þó sú fyrsta til að benda á þau miklu áhrif sem fitusýran getur haft á ungar konur. Rannsóknir hafa sýnt að ómega-3 fitusýran dregur verulega úr líkum á kransæðasjúkdómum og styrki ónæmiskerfið.


49.000 danskar konur tóku þátt í rannsókninni. Þær voru á aldrinum 15 til 49 og var fylgst með heilsufari þeirra í átta ár.

Vísindamennirnir komust að því að konur sem sjaldan átu fisk voru 90% líklegri til að þjást af hjartasjúkdómum en þær sem borðuðu fitugan fisk reglulega.


Einn af stjórnendum rannsóknarinnar, Dr. Marin Strom, sagði að niðurstöðurnar væru afar þýðingarmiklar. Hann telur að ungar konur verði að neyta fisks reglulega til að fyrirbyggja hjartasjúkdóma í framtíðinni.







Rannsóknir