Jól 2018

24.12.2018 - Hrund Valgeirsdóttir

Bestu óskir um gleðileg jól, vonandi eru allir að hafa það gott og njóta samveru með sínum nánustu yfir jólahátíðirnar.

Margir hafa í nógu að snúast og fara í nokkur kaffi- og matarboð í kringum jól og áramót. Algeng hugsun er að það sé allt í lagi að missa sig í óhollustunni þessa daga og taka sig svo bara á í janúar. Auðvitað er í lagi að njóta en það er hægt að gera án þess að missa stjórnina.

Nokkrir hlutir sem er gott að hafa í huga þessa næstu daga=

  • Þegar þú ert í matarborði, byrjaðu að fá þér matinn sem er í hollari kantinum
  • Njótið matarins, borðið í núvitund
  • Passið skammtastærðirnar og hlustið á líkamann
  • Munið að drekka nóg af vatni, sérstaklega þegar borðað mikið af söltuðum mat
  • Stundið einhverja hreyfingu daglega þó ekki sé nema smá göngutúr

Eigið yndisleg jól!







Blog