HHH klúbburinn er kominn í pásu í nokkra mánuði.
HHH klúbbur (Hollusta - Hugur - Heilbrigði)
HHH klúbburinn snýst um að kenna þér að breyta hugarfarinu þegar kemur að því að lifa heilbrigðum lífsstíl.
Aðferðir verða kenndar sem hjálpa þér byggja upp viljastyrk, minnka löngun í sykur og annan næringarsnauðan mat. Þú færð hugmyndir að því að borða næringarríkari mat, ráð til að hjálpa með svengdarstjórnun og margt fleira.
Einnig færðu aðstoð við að léttast á heilbrigðan hátt, upplýsingar um næringarrík og næringarsnauð matvæli.
Klúbburinn byrjar í september 2019 en opnað hefur verið fyrir skráningar.
Innifalið er
- Fyrirlestur og kennsuefni í hverjum mánuði um tiltekið efni
- Verkefnabók til útprentunar sem hjálpar þér að skrá inn þín markmið, matardagbók, hreyfingu og fleira
- Hugmyndir að nýjum máltíðum í hverjum mánuði
- Hvatningartölvupóstur í hverri viku um efni mánaðarins
- Hvatningargrúppa á Facebook
- Aðgangur að mínum síðum þar sem þú getur nálgast efni fyrir hvern mánuð sem þú ert meðlimur